Viltu taka markaðsmálin föstum tökum og gera hlutina almennilega?
Gerirðu þér fyllilega grein fyrir því að markaðsstarfið nær í viðskiptavinina og án þeirra þá deyr reksturinn?
Ertu vel meðvituð/meðvitaður um að sterk markaðsstefna er nauðsynlegur grunnur þess að ná árangri og að engin trix, tæki, tól, brögð eða brellur geta bjargað markaðsstarfinu ef hún er ekki til staðar?
Áttarðu þig raunverulega á mikilvægi þess að byggja upp sterkt brand og vilt gera það sem allra best?
Viltu nýta bestu nútíma aðferðirnar í markaðsfræðunum án þess að detta í “shiny object syndrome” þar sem þú eltir bara nýjustu tískustrauma með lokuð augun?
Viltu eiga markaðsstarfið í stað þess að leigja það?
Gerir þú þér grein fyrir því að markaðsstarfið er kjarnastarfsemi í fyrirtækinu og að það er eingöngu hægt að úthýsa verkefnum en ekki stjórninni? - og að til að úthýsa verkefnum á áhrifaríkan hátt þá þarf stjórnunin að vera sterk?
Ef svörin eru já, þá eigum við samleið.
Gerirðu þér fyllilega grein fyrir því að markaðsstarfið nær í viðskiptavinina og án þeirra þá deyr reksturinn?
Ertu vel meðvituð/meðvitaður um að sterk markaðsstefna er nauðsynlegur grunnur þess að ná árangri og að engin trix, tæki, tól, brögð eða brellur geta bjargað markaðsstarfinu ef hún er ekki til staðar?
Áttarðu þig raunverulega á mikilvægi þess að byggja upp sterkt brand og vilt gera það sem allra best?
Viltu nýta bestu nútíma aðferðirnar í markaðsfræðunum án þess að detta í “shiny object syndrome” þar sem þú eltir bara nýjustu tískustrauma með lokuð augun?
Viltu eiga markaðsstarfið í stað þess að leigja það?
Gerir þú þér grein fyrir því að markaðsstarfið er kjarnastarfsemi í fyrirtækinu og að það er eingöngu hægt að úthýsa verkefnum en ekki stjórninni? - og að til að úthýsa verkefnum á áhrifaríkan hátt þá þarf stjórnunin að vera sterk?
Ef svörin eru já, þá eigum við samleið.
Meðal þess sem ég get hjálpað þér með í gegnum fyrirlestra, kennslu eða bækurnar mínar er:
- Stefnumótun og áætlunargerð í markaðsmálunum
- Branding
- Markaðssetning á netinu
- Efnismarkaðssetning
- Markaðssetning á samfélagsmiðlunum
- Auglýsingar á Facebook og Instagram
Og eitt og annað fleira...
Ef þú ert ekki viss um að ég geti hjálpað þér með það sem þú þarft, hafðu þá endilega bara samband. Ef ég er ekki rétta manneskjan þá eru góðar líkur á að ég geti bent þér á aðila sem orðið getur að liði.
Þóranna sjálf
Ég er markaðsfjölfræðingur á stafræna rófinu með fjölbreyttan bakgrunn í markaðsmálum, branding og auglýsingabransanum. Styrkleikar mínir felast fyrst og fremst í breiðri þekkingu á markaðsmálum sem gefur mér góða yfirsýn og gerir mig sérstaklega hæfa í stefnumótun og stjórnun markaðsmálanna.
Markaðssetning á netinu er sérsvið sem ég hef sokkið meira og og meira ofan í sl. ár. Ég vinn mestmegnis í efnismarkaðssetningu, bloggi, markaðssetningu með tölvupósti, leiði fólk í gegnum markaðsferlið, rækta sambönd við mögulega viðskiptavini og núverandi viðskiptavini til að þeir séu sem mest í viðskiptum við viðkomandi, vinn í því að gera markaðssetningu sjálfvirka, nýti samfélagsmiðlana og auglýsingar á samfélagsmiðlum í markaðssetningu, besta fyrir leit, “growth hakka”, markaðsset í gegnum vídeó, vefnámskeið o.fl.
Verkefnastjórnun er sérstakur hæfileiki og ég fíla mig sjaldnar betur en þegar ég er að taka til í markaðsstarfinu og koma hlutum í gott skipulag. Heilinn í mér er í ansi nákvæmu jafnvægi milli hægri og vinstri sem þýðir að ég er ekki bara skipulagsfrík heldur líka skapandi og full af hugmyndum.
Já, ég er líka með MBA með áherslu á stefnumótun markaðsmála, hartnær tveggja áratuga reynslu í “bransanum”, vottun sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu frá einu virtasta sérfræðifyrirtæki heims á því sviði og kenni markaðsáætlunargerð við Háskóla Íslands. Þetta eru sjálfsagt einna stærstu merkin um að ég veit eitthvað hvað ég er að gera þegar kemur að markaðsmálunum. ;)
Viltu vita meira um starfsferilinn svona praktískt séð? Þá er best að kíkja bara á mig hér á LinkedIn. :)
Markaðssetning á netinu er sérsvið sem ég hef sokkið meira og og meira ofan í sl. ár. Ég vinn mestmegnis í efnismarkaðssetningu, bloggi, markaðssetningu með tölvupósti, leiði fólk í gegnum markaðsferlið, rækta sambönd við mögulega viðskiptavini og núverandi viðskiptavini til að þeir séu sem mest í viðskiptum við viðkomandi, vinn í því að gera markaðssetningu sjálfvirka, nýti samfélagsmiðlana og auglýsingar á samfélagsmiðlum í markaðssetningu, besta fyrir leit, “growth hakka”, markaðsset í gegnum vídeó, vefnámskeið o.fl.
Verkefnastjórnun er sérstakur hæfileiki og ég fíla mig sjaldnar betur en þegar ég er að taka til í markaðsstarfinu og koma hlutum í gott skipulag. Heilinn í mér er í ansi nákvæmu jafnvægi milli hægri og vinstri sem þýðir að ég er ekki bara skipulagsfrík heldur líka skapandi og full af hugmyndum.
Já, ég er líka með MBA með áherslu á stefnumótun markaðsmála, hartnær tveggja áratuga reynslu í “bransanum”, vottun sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu frá einu virtasta sérfræðifyrirtæki heims á því sviði og kenni markaðsáætlunargerð við Háskóla Íslands. Þetta eru sjálfsagt einna stærstu merkin um að ég veit eitthvað hvað ég er að gera þegar kemur að markaðsmálunum. ;)
Viltu vita meira um starfsferilinn svona praktískt séð? Þá er best að kíkja bara á mig hér á LinkedIn. :)
Bækurnar
Svo skrifaði ég líka bókaseríu um markaðsmál undir yfirskriftinni Marketing Untangled. Þær eru fimm talsins og fjalla um mismunandi stig í uppbyggingu markaðsstarfs og eru fáanlegar á Amazon bæði fyrir Kindle og sem kiljur.
Hverju máttu búast við þegar Þóranna er annars vegar?
Ja, ég er með fullt af efni á netinu til að hjálpa þér í markaðsmálunum. Kíktu á bloggið (íslenska eða (ísl)enska) og fría efnið (á íslensku og/eða ensku) - já og vertu með á samfélagsmiðlunum þar sem ég deili fullt af góðu efni fyrir markaðsstarfið (þú finnur hlekkina hér neðst á síðunni).
Þú mátt búast við gagnlegum og skemmtilegum fyrirlestrum um markaðsmál - já og kennslu, þegar svo ber undir.
Já og þú mátt líka búast við hlátrasköllum og skemmtilegheitum. Ég legg mikla áherslu á að það sé gaman í vinnunni og tek alfarið fyrir það að vinna með leiðinlegu fólki - lífið er einfaldlega of stutt! ;)
- og ef þú varst að pæla í flottu myndunum mínum, þá get ég sagt þér að Þórir Jensson, ljósmyndari tók þær. ;)
Þú mátt búast við gagnlegum og skemmtilegum fyrirlestrum um markaðsmál - já og kennslu, þegar svo ber undir.
Já og þú mátt líka búast við hlátrasköllum og skemmtilegheitum. Ég legg mikla áherslu á að það sé gaman í vinnunni og tek alfarið fyrir það að vinna með leiðinlegu fólki - lífið er einfaldlega of stutt! ;)
- og ef þú varst að pæla í flottu myndunum mínum, þá get ég sagt þér að Þórir Jensson, ljósmyndari tók þær. ;)