Thoranna.is | Markaðsráðgjöf, áætlanir og verkefnastjórnun
  • Fyrirlestrar og kennsla
  • Samband
  • Blogg
  • Um
  • Frítt
  • EN

Facebook og Instagram auglýsingar

Ertu að auglýsa á Facebook og/eða Instagram með litlum eða engum árangri?

Eða ertu að ná árangri en verðmiðinn er allt of hár?

Allir auglýsingagúrúarnir þarna úti láta eins og þetta sé ekkert mál en auglýsingar á Facebook og Instagram eru eins og allar aðra auglýsingar. Því betur sem þú veist hvað þú ert að gera, því betri árangri nærðu.

Staðreyndin er sú að það að auglýsa vöruna þína eða þjónustu beint á fólk á Facebook og Instagram og ætlast til að það skili sér strax í sölu virkar sjaldnast eða aldrei.

Hvað er þá hægt að gera?

Hér eru bara nokkur atriði:
  • Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru frábærar til að keyra áhrifaríkt markaðskerfi sem ræktar sambandið við markhópinn og nær svo í söluna. Þær eru ekki sjálfstætt tól til að ná í viðskipti. Þú þarft að hafa kerfi.
  • Vertu viss um að þú sért að miða á réttan markhóp. Facebook og Instagram bjóða upp á ótrúlega miðunarmöguleika en eftir því sem möguleikarnir eru flóknari þá eru líka auknar líkur á því að gera mistök.
  • Prófaðu, prófaðu, prófaðu og prófaðu meira og mældu árangurinn. Ekki eyða meiru í auglýsingar fyrr en þú veist hverjar þeirra eru að virka.
  • Hafðu markvissa áætlun fyrir auglýsingarnar þínar og hvernig þú semur texta og velur myndir til að tryggja að þú náir árangri.

Saman getum við samþætt auglýsingarnar þínar við markaðsprógrammið þitt. Þannig getum við byggt upp kerfi sem keyrir sölur.

Saman þróum við…
  • Auglýsingastefnuna þína
  • Auglýsingaáætlunina þína
  • Efnið í auglýsingarnar (myndefni og texta)

​Og náum árangri...
Picture
Picture
Picture
  • Fyrirlestrar og kennsla
  • Samband
  • Blogg
  • Um
  • Frítt
  • EN